Jólatónleikar á Flateyri í kvöld þriðjudagskvöld

7. desember 2010 | Fréttir

Nemendur í útibúi Tónlistarskóla Ísafjarðar á Flateyri halda jólatónleika í kvöld kl. 19:30 í skrifstofuhúsnæði Eyrarodda. Um tuttugu nemendur læra á hljóðfæri á Flateyri sem er meirihluti allra grunnskólabarna á svæðinu. Krakkarnir munu syngja og spila á píanó og gítar auk þess sem barnakór grunnskólans tekur lagið. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur og Svala og eru allir velkomnir.

Tónlistarkennarar á Flateyri eru hjónin Dagný Arnalds og kristján Torfi Einarsson.