Nemendur og foreldrar sóttu vel heppnað og skemmtilegt jólaball T.Í í gær. Óvæntir og hressir gestir með rauðar húfur litu við og gáfu krökkunum mandarínur og boðið var upp á piparkökur sem voru fljótar að hverfa í mannskapinn. Kennarasambandið sá um að spila jólalögin við góðar undirtektir og var lengi vel dansað í kringum jólatréð.
Starfsfólk Tónlistarskólans þakkar kærlega fyrir komuna og sendir kæra jólakveðju með von um góða og gleðilega hátíð.
Kennsla hefst á ný þann 6. janúar