Jólakort Styrktarsjóðsins í ár eru prýdd ljósmynd frá ísfirsku tónlistarheimili um 1925. Kortin eru til sölu hjá nemendum skólans sem munu ganga í hús á næstunni og selja kortin. Seld eru 5 kort í pakka á kr. 900/-. Einnig er hægt að fá þau á skrifstofu skólans, í  Bókhlöðunni og þá líka í stykkjatali.
Sala jólakortanna er  helsta fjáröflunarleið Styrktarsjóðsins á eftir torgsölunni og eru foreldrar og aðrir velunnarar skólans  eindregið hvattir til að styrkja skólann með því að kaupa þessi fallegu kort!