Jólakortið komið út

23. nóvember 2011 | Fréttir

Jólakort Styrktarsjóðs Tónlistarskóla Ísafjarðar er nú komið út. Jólakortið er að þessu sinni prýtt vetrarljósmynd af tónlistarskólahúsinu við Austurveg, en myndina tók Halldór Sveinbjörnsson. Þessi sögufræga bygging hýsti  Húsmæðraskólann Ósk í áratugi eða allt frá byggingu þess árið 1948 þangað til slíkri kennslu var alfarið hætt í húsinu á tíunda áratugnum. Tónlistarskóli Ísafjarðar fékk fyrst aðstöðu til kennslu á efstu hæð hússins árið 1986 en fékk húsið til fullrar eignar árið 1998. Arkitekt var Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins og þykir húsið gott dæmi um „lýðveldisstíl“ hans.

Jólakortin eru seld 6 í pakka á kr. 1.000 og eru þau til sölu hjá nemendum skólans sem ganga í hús og selja kortin, en einnig er hægt að fá þau á skrifstofu skólans og víðar. Eru velunnarar skólans hvattir til að taka vel á móti sölubörnunum og styrkja skólann með kaupum á kortinu.

Styrktarsjóðurinn var stofnaður fyrir 30 árum (21.nóv. 1981) til að safna peningum til húsbyggingar Tónlistarskólans. Eftir að skólinn komst í eigið húsnæð hefur sjóðurinn keypt ýmis nauðsynlegan tækjabúnað og þ.h. fyrir skólann. Starfsemi sjóðsins er mest á aðventunni og snýst þá um þetta þrennt: Laufabrauðið, torgsalan og  jólakortasala. 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is