Jólakort Styrktarsjóðsins komin út

2. desember 2010 | Fréttir

 

Styrktarsjóður Tónlistarskóla Ísafjarðar gefur að venju út jólakort með ísfirsku myndefni. Oft hafa Ísafjarðarmyndir frá fyrri tíð prýtt kortin og sú er raunin einnig að þessu sinni. Myndin er tekin í Hafnarstræti á fyrri hluta 20.aldar og sjá má Aptótekið og fleiri hús á myndinni. Myndina tók Haraldur Ólafsson en hún er nú í eigu Ljósmyndasafnsins á Ísafirði.

Kortin kosta kr. 180 kr.stk og fást á skrifstofu skólans og víðar. Þessa dagana ganga nemendur í hús til að selja kort og eru velunnarar skólans beðnir að taka hinu unga sölufólki vel og styðja skólann með því að kaupa þessi fallegu kort.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is