Ísófónían sló í gegn á Nótunni
Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, var haldin í Hörpu 18. og 19. mars. Tónlistarskólinn mætti með fjölmennasta atriðið, Ísófóníu, og flutti Funky Town af miklum krafti svo undir tók í Hörpu. Sem fyrr hefur stjórnandinn, Madis Mäekalle, útsett fyrir Ísófóníu. Madis hefur þá gáfu að útsetja fyrir mismunandi erfiðleikastig, eftir því hvaða flytjendur hann hefur í höndunum. Þannig getur mikill fjöldi tekið þátt í verkefninu. Kórinn þjálfaði Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.
Nótan hefur yfirleitt verið keppni, þar sem sigurvegarar af hverju svæði hafa att kappi. Nú var fyrirkomulagið þannig að hver skóli mátti senda eitt atriði. Við ákváðum því að senda fjölmennt atriði til að sem flestir nemendur ættu þess kost að standa á stóra sviðinu í Eldborg. Þessi upplifun verður áreiðanlega eftirminnileg í hugum flytjenda.
Óskum öllum þeim fjölmörgu sem komu að því að flytja Funky Town í Hörpu til hamingju, bæði flytjendum, kennurum, foreldrum og öðrum. Án samstillts átaks hefi þetta ekki orðið gerlegt.
Á fb-síðu tónlistarskólans má smá myndband frá flutningnum: SMELLIÐ HÉR.