Inntaka nýrra nemenda

5. janúar 2012 | Fréttir

 Um áramót eru oft margir sem hafa áhuga á að hefja tónlistarnám og hafa samband við skólann. Því miður er það takmarkað sem skólinn getur orðið við þeim óskum, þar sem ekki má bæta við stöðugildi kennara á miðju skólaárinu. Í einstaka tilfellum hætta nemendur þó einnig á þessum tíma og þá er hægt að fylla upp í þau skörð sem þar myndast.

Fólk sem vill byrja á þessum tíma er samt eindregið hvatt til að skrá sig, hringja eða senda tölvupóst svo nafn þeirra sé komið á biðlistann, ef eitthvað skyldi losna.