Inntaka nýrra nemenda á vorönn

6. janúar 2011 | Fréttir

Alltaf eru einhver brögð að því að nemendur hætta námi um áramót t.d. vegna búferlaflutninga eða áhugaleysis fyrir náminu. Þá losna pláss sem hægt er að skipa nýjum nemendum í. Þeir sem áhuga hafa á að hefja nám eru hvattir til að sækja um og fljótlega kemur í ljós hvort hægt er að taka þá inn.

Þeir nemendur sem vilja hætta eru hvattir til að ræða við kennara sína um breyttar áherslur í náminu, nýtt verkefnaval o.s.frv. áður en þeir ákveða að hætta.