Innritun tónlistarnema á Flateyri

23. ágúst 2011 | Fréttir

 Innritun í tónlistarnám á Flateyri fer fram í Grunnskóla Flateyrar, 2. hæð miðvikudaginn 24. ágúst kl. 16-17.  Nýjir nemendur þurfa að fylla út umsóknareyðublað og gera greiðslusamning.  Nemendur frá fyrra ári þurfa einnig að koma og staðfesta umsókn um skólavist með undirskrift og greiðslusamningi.  Hægt er að nálgast öll eyðublöð á heimasíðu skólans, tonis.is.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is