Innritun í tónlistarnám á Suðureyri fer fram mánudaginn 30.ágúst kl. 17-18 og verður að þessu sinni í Grunnskólanum á Suðureyri.
Það er tónlistarkennarinn Lech Szyszko sem annast tónlistarkennsluna á Suðureyri í vetur eins og undanfarin ár. Kennir hann á fjölbreytt úrval hljóðfæra: píanó, blokkflautu, þverflautu, klarinett, saxófón, gítar og bassa. Nemendur fá tónlistarnámið metið í val í 8.-10.bekk grunnskólans og skólinn leigir út ýmis hljóðfæri gegn vægu gjaldi, ókeypis fyrsta námsárið.
Lech heimsækir einmitt grunnskólanema á Suðureyri á mánudagsmorgun og kynnir þessi hljóðfæri fyrir þeim.
Lech heimsækir einmitt grunnskólanema á Suðureyri á mánudagsmorgun og kynnir þessi hljóðfæri fyrir þeim.
Tónlistarnemum stendur til boða að sækja tíma á önnur hljóðfæri til Ísafjarðar, s.s. harmóníku, fiðlu og fleiri blásturshljóðfæri.
Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu skólans í síma 456 3925 og á heimasíðu hans www.tonis.is