Innritun útibús Tónlistarskóla Ísafjarðar á Flateyri fer fram mánudaginn 30. ágúst 2010 kl. 16-18 í Grunnskóla Flateyrar 2. hæð.  Nauðsynlegt er að foreldrar komi með börnum sínum til að staðfesta námshlutfall og gera greiðslusamning.  Greiða skal innritunargjald við innritun.  Kennsla verður í höndum Dagnýar Arnalds, píanó og tónfræði, Kristjáns Torfa Einarssonar, gítar og bassi og Önundar Hafsteins Pálssonar, trommur.  Allir velkomnir!