Hver vill hugga krílið

4. mars 2020 | Fréttir

Tónverkið “Hver vill hugga krílið?” er fyrir barnakór, hljómsveit og sögumann og er eftir Olivier Manoury, samið við sögu Tove Jansson í þýðingu Þórarins Eldjárn.
Kórar: Barnakór og Stúlknakór Tónlistarskóla Ísafjarðar undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur og Graduale Futuri undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur.
Sögumaður: Egill Ólafsson.
Hljómsveit: Olivier Manoury bandoneon, Edda Erlendsdóttir píanó, Eggert Pálsson slagverk og Richard Korn kontrabassi.
Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson.
Verð aðgöngumiða er 1500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn 6-16 ára. Posalaus miðasala við innganginn.
Litríkum myndum Tove Jansson er varpað upp á meðan á flutningi verksins stendur.

Verkefnið er stutt af Barnamenningarsjóði Íslands.
Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar kostaði þýðingu sögunnar.

Ævintýrið segir frá litlum dreng sem býr einn úti í skógi. Hann er mjög feiminn og þorir ekki að vingast við nokkurn fyrr en hann hittir litla stúlku sem er enn hræddari við lífið en hann. Þá finnur hann kjarkinn og sagan endar á því að þau ákveða að sigla burt á bát með fílifjonkunum. Óttinn víkur fyrir gleði og vináttu. Krílið og stráið hugga hvort annað, nú hafa þau eignast vin!

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is