Heimstónlistarsmiðja

14. september 2017 | Fréttir

Á föstudag og laugardag býðst áhugasömum að taka þátt í heimstónlistarsmiðju í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Von er á meistaranemum í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands en þeir heimsækja skólann og taka þátt í að leiða smiðju fyrir kennara. Þeir munu jafnframt bjóða upp á opnar smiðjur fyrir nemendur og kennara og alla þá sem vilja taka þátt. Það er Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir sem stýrir námskeiðinu en hún er menntuð við heimstónlistardeildina við Tónlistarskólann í Rotterdam. Allir eru hjartanlega velkomnir í opnu smiðjurnar sem munu fara fram í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar föstudaginn 15. september kl. 15:00 -17:30 og laugardaginn 16. september  frá kl. 10:00-13:00.  Kennarar, nemendur, foreldrar og allir þeir sem hafa áhuga á skapandi starfi eru hvattir til þess að mæta og búa til tónlist í skapandi andrúmslofti. Það er Jóngunnar Biering Margeirsson, kennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem heldur utan um heimsókn meistaranemanna og smiðjurnar, ásamt Sigrúnu Kristbjörgu, en hann kenndi við LHÍ um nokkurt skeið.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur