Haustþing tónlistarskólakennara á föstudag – kennsla fellur niður

7. september 2010 | Fréttir

Árlegt haustþing tónlistarskólakennara á Vestfjörðum verður haldið í Hömrum, Ísafirði, föstudaginn 10.september.

Á haustþinginu er viðamikil dagskrá þar sem fjallað verður um málefni tónlistarskóla, kennara og nemenda frá ýmsum sjónarhornum. Kynntar verða tillögur að meistaranámi í tónlist við Listaháskóla Íslands,  Elna Katrín Jónsdóttir flytur erindi um fagmennsku, Sigrún Grendal og Árni Sigurbjarnarson fjalla um stöðu tónlistarskólanna í dag, þ.e. fjárveitingar, kjaraþróun, sameiningu skólastofnana og mismunandi skólalíkön, sagt verður frá Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskóla og loks verður reynt að greina hverjar helstu áskoranir tónlistarskóla á Íslandi eru í dag.

 

Vegna haustþingsins fellur kennsla niður í Tónlistarskóla Ísafjarðar á föstudag.

 

Meðf. mynd var tekin á haustþingi tónlistarskólakennara í Stykkishólmi haustið 2006, en þá var það sameiginlegt fyrir tónlistarkennara á Vestfjörðum og Vesturlandi.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur