Innritun í Tónlistarskóla Ísafjarðar hefur staðið yfir undanfarna og daga og gengið ágætlega. margir nýnemar hafa skráð sig á hin ýmsu hljóðfæri og í söng en margir af fyrra árs nemum eiga enn eftir að koma og staðfesta umsóknir sínar frá í vor.
Enn er hægt að bæta við nemendum í flestum greinum þrátt fyrir skertar fjárveitingar til skólans. Ákveðið var að gera tilraun með styttri kennslutíma fyrir burjendur og nemendur á 1.stigi og veitir það talsvert svigrúm til að bæta við nemendum. Þetta ákvæði verður endurskoðað í ljósi reynslunnar er líða tekur á skólaárið.
Allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans að Austurvegi en hún er opin alla virka daga kl. 10-12:30 og 13-15:30. Síminn er 456 3925.