Þriðjudaginn 20. mars kom hópur ungra leikskóladrengja frá leikskólanum Sólborg í heimsókn í Tónlistarskólann. Með þeim í för var Valdís Ólafsdóttir leikskólakennari. Þessir drengir voru til fyrirmyndar í alla staði, komu til að kynna sér hin ýmsu hljóðfæri auk þess sem þeir tóku fyrir okkur lagið. Eftir að hafa kíkt inní tvær kennslustofur fengu þeir að sjá Hamra, tónleikasalinn okkar. Er nær víst að einhverjir þessara drengja munu innan skamms stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Við þökkum þeim innilega fyrir komuna og bjóðum þá velkomna aftur!