Skólastarf er nú hafið af fullum krafti og framundan er löng og vonandi árangursrík önn. ´Ymsir viðburðir eru framundan, s.s. Dagur tónlistarskólanna og NÓTAN, uppskeruhátíið tónlistarskólanna. En meginviðfangsefnið er og verður alltaf hin daglega vinna við æfingar og kennslu. Tónlistarnám er erfitt og krefjandi og ánægjan af náminu er í nokkuð réttu hlutfalli við þá vinnu sem maður leggur í það. Það er engin gleði meira fullnægjandi en sú að hafa sigrast á erfiðum verkefnum og finna að maður hafi náð tökum á þeim. Vonandi fá sem flestir nemendur okkar að njóta slíkrar innri gleði.
megi veturinn verða farsæll og skemmtilegur fyrir nemendur og starfsfólk skólans.