Skólastarf hófst að nýju í Tónlistarskóla Ísafjarðar í gær, miðvikudaginn 5.janúar. Flestir kennarar eru komnir heim úr jólaleyfi og er því kennt eftir stundaskrám. Menntaskólanemar eru þó að fá nýjar stundatöflur í hendurnar þessa dagana og ef miklar breytingar hafa orðið hjá þeim þurfa kennarar kannski að breyta töflum sínum. Eru nemendur beðnir að sýna slíku skilning.