Glæsileg tónlistarhátíð framundan í júní

27. maí 2013 | Fréttir

Tónlistarhátíðin Við Djúpið fer fram í 11. sinn dagana 19.–23. júní 2013. Sérstaða hátíðarinnar hefur frá upphafi falist í áherslu á metnaðarfullt námskeiðahald fyrir tónlistarnema jafnhliða glæsilegri tónleikadagskrá fyrir íbúa og gesti Ísafjarðar. Hátíðin veitir ungu tónlistarfólki sérstakt brautargengi og vinnur í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda aðila. Við Djúpið gegnir veigamiklu menningar- og fræðsluhlutverki og hefur átt ríkan þátt í nýsköpun í tónlist. Verkefnastjóri hátíðarinnar eins og undanfarin ár er Ísfirðingurinn Greipur Gíslason (sjá mynd).

 

Á hátíðinni í ár er boðið upp á tvö masterklass námskeið; á fiðlu og orgel í umsjá Owens Dalby fiðluleikara og James McVinnie, orgelleikara.
Þeir koma einnig fram á tónleikum í dagskrá hátíðarinnar ásamt fleirum. Þá leikur kvintett the Declassified á tvennum tónleikum. Aðrir þeirra eru tileinkaðir nýjum og ungum íslenskum tónskáldum í tilefni 5 ára starfsafmælis verkefnsins Leit að nýjum tónsáldum sem hátíðin hefur staðið fyrir.

Auk hefðbundinna tónleika hátíðarinnar er að venju boðið upp á röð fræðandi hádegistónleika. Þá verður í ár efnt öðru sinni til tónleikaraðar tileinkaðri jazz og annari tónlist þar sem meðal annara koma fram Valdimar Olgeirsson, Sigríður Thorlacius, Skúli Mennski og  Hjalti Þorkelsson. Nemendur hátíðarinnar koma fram á tvennum tónleikum.

Upplýsingar um skráningu á námskeið hátíðarinnar má finna á heimasíðu hennar www.viddjupid.is.

Samstarfsaðilar
TÓNLISTARSKÓLI ÍSAFJARÐAR
TÓNLISTARFÉLAG ÍSAFJARÐAR
LISTASKÓLI RÖGNVALDAR ÓLAFSSONAR
HÁSKÓLASETUR VESTFJARÐA
LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS
SENDIRÁÐ BANDARÍKJANNA Á ÍSLANDI
THE DECLASSIFIED/CARNEGIE HALL


Aðalsamstarfsaðilar
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR


NÁNAR UM HÁTÍÐINA

Meðal listamanna sem fram hafa komið á hátíðinni og kennt á námskeiðum hennar eru Erling Blöndal Bengtsson, Pekka Kuusisto, Davíð Þór Jónsson, Håkon Austbø, Evan Ziporyn, Bent Sørensen, Jorja Fleezanis, Stefán Ragnar Höskuldsson, Kurt Nikkanen og Alessio Bax. Þá hafa ýmsir tónlistarmenn og tónlistarhópar tekið þátt í dagskrá hátíðarinnar, m.a. Ísafold kammersveit, Ólöf Arnalds, Pacifica kvartettinn, Njútón, Nordic Chamber Soloists, Lucille Chung, Duo Harpverk, Ensemble ACJW og kammerkórinn Carmina.

Aðstaða til kennslu og tónleikahalds er til fyrirmyndar á Ísafirði þar sem nemendur hafa æfingaaðstöðu eins og hún gerist best og geta notið tónlistar- flutnings í framúrskarandi umhverfi. Auk þess sem Ísafjörður hefur sjálfur upp á margt að bjóða er hann miðpunktur ferðaþjónustu svæðisins. Gestum hátíðarinnar gefst því tækifæri til að skella sér í dagsferðir með báti eða á bíl; með leiðsögn eða einir síns liðs. Stuttar gönguferðir upp í fjöllin, inn dalina eða bara um götur miðbæjarins svíkja engan og möguleikarnir eru óþrjótandi.

Tónlistarhátíðin er haldin í samstarfi við Flugfélag Íslands sem býður upp á einföldustu leiðina til að ferðast milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Nánar á flugfelag.is. Eins á hátíðin í nánu sam- starfi við valda gististaði og bendir sérstaklega á Gamla gistihúsið, gistihus.is, fyrir nemendur sem sækja námskeiðin sem og Hótel Ísafjörð. Tónlistarhátíðin Við Djúpið var tilnefnd til Eyrarrósarinnar fyrr á árinu.

 

 


Nánari upplýsingar
www.viddjupid.is
Grepur Gíslason, framkvæmdastjóri, 898.3263

NÝ TÓNSKÁLD

Í tilefni fimm ára starfsafmælis verkefnisins Leit að nýjum tónskáldum verður brugðið út af vananum og leitað til valinna tónskálda til að semja sérstaklega fyrir hátíðina. Að þessu sinni eru verkin skrifuð fyrir The Declassified kammerhópinn frá Carnegie Hall í New York en hann, ásamt Rás 1 og sendiráði Bandaríkjanna stendur að verkefninu ásamt hátiðinni.
Tónskáldin eru
ÁRNI FREYR GUNNARSSON
FINNUR KARLSSON
ÚLFUR HANSSON


THE DECLASSIFIED

The Declassified er nýr kammerhópur stofnaður í Carnegie Hall í New York. Hópurinn er eingöngu skipaður ungu afburðar tónlistarfólki sem hefur útskrifast úr The Academy, sem er samstarfsverkefni Carnegie Hall, Juilliard tónlistarháskólans og Weill stofnunarinnar. Hópurinn hefur komið fram vítt og breitt um heiminn frá árinu 2010, m.a. á Spáni, í Mexíkó, Suður-Afríku, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Þýskalandi og Japan og vakið mikla og verðskuldaða athygli.
Kvintettinn skipa
CAROL MCGONNELL
ELIZABETH ROE
OWEN DALBY
MEENA BHASIN
SÆUNN ÞORSTEINSDÓTTIR


SÖNGVASKÁLDIN

Kynnt er til leiks ný tónleikaröð á hátíðinni þar sem söngvaskáld koma fram
Söngvaskáldin eru

HJALTI ÞORKELSSON

VALDIMAR OLGEIRSSON

SIGRÍÐUR THORLACIUS


Tónleikadagskrá
Nánar má kynna sér dagskrá hátíðarinnar á heimasíðu hennar.


MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ
12:10 Hádegistónleikar
Grunnskólinn, Aðalstræti

Opnunarhátíð
20:00 The Declassified
Hamrar

22:00 Söngvaskáld.
Hjalti Þorkelsson
Húsið

 

FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ
12:10 Hádegistónleikar Grunnskólinn,
Aðalstræti

20:00
James McVinnie, orgel
Ísafjarðarkirkja

22:00 Söngvaskáld II.
Valdimar Olgeirsson
Húsið

 

FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ
12:10 Hádegistónleikar
Grunnskólinn, Aðalstræti

20:00
Owen Dalby, fiðla
Hamrar

22:00 Söngvaskáld III.
Sigríður Thorlacius
Húsið

 

LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ

14:00 Nemendatónleikar I.
Hamrar

17:00 Ný tónskáld
The Declassified Hamrar

SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ
14:00 Nemendatónleikar II.
Hamrar

16:00 Lokahátíð
Listamenn hátíðarinnar
Hamrar

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur