Gjöf

18. nóvember 2013 | Fréttir

Tónlistarskólanum hefur borist vegleg gjöf, fallegt trompet hljóðfæri, lítið notað og kemur sér ákaflega vel.  Það var Karl Geirmundsson sem kom færandi hendi, en hann er Ísfirðingum vel kunnugur.  Karl hefur verið virkur tónlistarmaður í áratugi og ávallt verið skólanum velviljaður.  Bæði börn hans og barnabörn hafa stundað nám við skólann í mörg ár á ýmis hljóðfæri.  Við sendum Karli og fjölskyldu hans okkar bestu þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf.