Fyrstu miðsvetrartónleikarnir í kvöld

25. febrúar 2010 | Fréttir

Nú um helgina verður Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur um land allt til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á því mikla starfi, sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Á Ísafirði verður blásið til hinnar árlegu ,,Tónlistarhátíðar æskunnar”, en miðsvetrartónleikar hafa verið haldnir í skólanum svo  lengi sem elstu menn muna. Tónleikarnir á Ísafirði verða þrennir með þrem mismunandi efnisskrám. Á dagskránni kennir margra ólíkra grasa, gömul tónlist og ný, klassísk og poppuð, einleikur og samleikur. Hverjir tónleikar taka um klukkutíma án hlés.
Tónleikarnir verða í Hömrum sem hér segir: fimmtudaginn 25.febrúar kl. 19:30, föstudaginn 26.febrúar kl. 19:30 og sunnudaginn 28.febrúar kl. 16:00. Miðsvetrartónleikar eru einnig haldnir í útibúum skólans, en  tímasetningar þeirra verða kynntar síðar.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is