Fyrsta samæfing vetrarins verður í Hömrum miðvikudaginn 7.október kl. 17:30. Þar koma fram nokkrir nemendur og leika lög sem eiga að vera tilbúin til opinbers flutnings. Samæfingarnar eru stuttir tónleikar með óformlegra sniði en t.d. jóla- eða vortónleikar, en þarna fá nemendur þjálfun í að koma fram og leika fyrir aðra.

Samæfingar eru nokkrum sinnum í mánuði, oftast á miðvikudögum kl. 17:30. Foreldrar og aðrir áhugamenn eru velkomnir að koma og hlusta.