Frídagar framundan

21. apríl 2015 | Fréttir

Eins og jafnan á þessum tíma eru þó nokkrir frídagar framundan í skólanum. Áratuga löng hefð er fyrir fríi á Sumardaginn fyrsta, og síðustu árin hefur einnig verið gefið frí í mörgum skólum daginn eftir. Mikill fjöldi barna og fullorðinna hefur einmitt oft verið í leyfi þessa daga hvort eð er vegna Andrésar Andar skíðaleikanna á Akureyri sem ávallt eru haldnir á þessum tíma.

Þá verður frí í skólanum á Verkalýðsdaginn 1. maí, sem núna er á föstudegi og loks er það uppstigningardagur, sem ber nú upp á 14.maí, fimmtudagur að vanda. 

Þessir frídagar koma einmitt á þeim tíma sem nemendur eru á síðasta sprettinum að undirbúa próf og tónleika og þurfa á aðstoð kennara sinna að halda, en við treystum því að þeir haldi sínu striki og fái til þess stuðning frá foreldrum.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is