Fréttabréf

11. apríl 2019 | Fréttir

Vorpóstur

Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn. Viðburðaríkt skólaár er senn á enda og eru ýmis teikn á lofti að vorið sé í nánd. Framundan er páskafrí og Sumardagurinn fyrsti sem gerir það að verkum að eftir eru fáir kennsludagar. Það er því rétt að minna á það að brátt kemur að áfangaprófum og vortónleikum. Kennarar eru í óða önn að skipuleggja tónleika og munu brátt hafa samband við foreldra til þess að ræða um áframhaldandi skólagöngu. Innritun hefst fljótlega í maí og er mikilvægt að núverandi nemendur láti vita til þess að tryggja áframhaldandi skólavist. Varðandi tímasetningar hefur skólinn hefur verið í góðu sambandi við Listaskóla Rögnvaldar og munu  sýningartímar þar ekki skarast við dagsetningar hér við skólann.

Heimsókn frá Ungverjalandi

Haldnir voru glæsilegir afmælistónleikar í Ísafjarðarkirkju 21. mars s.l. og voru þeir einnig fluttir í Langholtskirkju 24. mars. Við fengum í heimsókn frábæra ungverska listamenn frá heimaborg Beötu Joó píanókennara og kórstjóra. Þeir skipa hljómsveitina Müvak sem lék undir hjá Hátíðarkór T.Í og einsöngvurum sem flestir eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám í skólanum. Þeir sem fram komu voru Aron Ottó Jóhannsson, Herdís Anna Jónasdóttir, Melkorka Ýr Magnússdóttir, Pétur Ernir Svavarsson, Sigríður Salvarsdóttir, Sigrún Pálmadóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Skemmst er frá því að segja að viðtökurnar voru stórkostlegar bæði hér á Ísafirði og í Reykjavík.

Nótan 2019 á Akureyri 6. apríl

Aðalkeppni Nótunnar, uppskeruhátíð tónlistaskóla landsins fór fram þann 6. apríl s.l. Fulltrúar frá Tónlistarskóla Ísafjarðar voru þrír nemendur Beötu Joó, þær Marianna Glodkowska, Heiður Hallgrímsdóttir og Matilda Harriet Mäekalle og nemandi Iwonu Frach, Sigríður Erla Magnúsdóttir. Upptaka frá Nótunni verður á sjónvarpsstöðinni N4 annan í páskum kl. 21:00. Mikil ánægja var með keppnina sem haldin var í Hofi, menningarhúsi Akureyringa. Þríeykið stóð sig frábærlega og Sigríður Erla skaraði framúr með glæsilegum árangri og hlaut fyrir það Nótu verðlaun fyrir flutning á frumsömdu verki sínu Prelúdíu. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Nótan verður haldin í Reykjavík á næsta ári.

Miklvægar dagsetningar:

Páskafrí er 15.-22. apríl  *  Sumardagurinn fyrsti er 25. Maí  *  Lúðraþytur er 8. maí  *

Áfangapróf eru áætluð 7. og 8. maí  *  Vortónleikar eru áætlaðir 15., 16. og 17. maí  *

Vorpróf eru áætluð 10., 13. og 17. maí  *  Síðasti kennsludagur 23. maí  *  Skólaslit 29. MAÍ *

 

Áfangapróf – Vortónleikar – Vorpróf

Nú styttist óðum í skólalok og er maí mánuður prófa og tónleika hér í Tónlistarskólanum og víðar. Við viljum því minna á mikilvægi þess að foreldrar fylgist vel með námi barna sinn. Hvatning, stuðningur og áhugi á námi barnanna skiptir sköpum ekki síst þegar tónleikar og próf standa fyrir dyrum.

Við hlökkum til að sá ykkur öll á tónleikum hér í Tónlistarskólanum