Fréttabréf

7. desember 2018 | Fréttir

DESEMBER 2018

Jólatónleikar- afmælið- Kalli!


Desember er alltaf skemmtilegur og annasamur tími í starfi tónlistarskólans en nemendur og kennarar undirbúa nú jólatónleikana sem fara fram dagana 10.-17. desember. Kennarar láta nemendur sína vita hvenær þeir koma fram á tónleikum.

Viðburðaríkt haust er að baki en afmælisveisla skólans í október heppnaðist einstaklega vel enda fjöldi fólks sem stóð að því að gera daginn eftirminnilegan fyrir þá sem tóku þátt í viðburðunum. Heimilistónar slógu í gegn þar sem fjölbreytt tónlistaratriði ómuðu úr húsum víðsvegar um bæinn og sérstakur andi sveif yfir samfélaginu. Hjónin Sigríður Ragnarsdóttir, fyrrverandi skólastjóri skólans, og Jónas Tómasson heiðruðu skólann með nærveru sinni á þessum tímamótum og þökkum við þeim sem og öðrum sem lögðu hönd á plóg og fögnuðu afmælinu með okkur kærlega fyrir samveruna og kærar kveðjur.

Þann 25. nóvember var barnaóperan Kalli og sælgætisgerðin frumsýnd fyrir fullum sal. Nemendur skólans og góðir gestir sem tóku þátt í sýningunni nutu krafta leikstjórans Sibylle Köll og leiðsagnar hæfileikaríkra kennara við skólann við undirbúninginn enda voru undirtektir sýningargesta frábærar og uppselt á allar sýningar. Hjálmar R. Ragnarsson, sem samdi barnaóperuna slóst í hópinn á frumsýningardaginn og var það afar ánægjulegt fyrir þátttakendur að fá að kynnast tónskáldinu og mikill heiður að Hjálmar skuli hafa tekið þátt í verkefninu með okkur. Þetta er fyrsta skipti sem barnaóperan Kalli og sælgætisgerðin er sett upp hér á Ísafirði.

Við þökkum viðtökurnar og allan stuðninginn!

Mikilvægar dagsetningar 

Jólatónleikar verða dagana 10-17. desember.

Síðasti kennsludagur er 19. desember

Kennsla hefst 7. janúar eftir jólafrí

 

J ó l a t ó n l e i k a r

Á Ísafirði verða tónleikarnir haldnir í Hömrum sem hér segir:

Mánudaginn 10. des.         kl. 18:00         Jólatónleikar I                  Aðalæfing kl. 15:00

Þriðjudaginn 11. des.        kl. 18:00         Jólatónleikar II                Aðalæfing kl. 15:00

Miðvikudaginn 12. des.     kl. 18:00        Jólatónleikar III               Aðalæfing kl. 15:00

Miðvikudaginn 12. des.     kl. 19:30        Jólatónleikar IV               Aðalæfing kl. 16:00

Fimmtudaginn   13. des.   kl. 18:00         Jólatónleikar V                 Aðalæfing kl. 15:00

 

Í útibúi Tónlistarskólans á Þingeyri:    Miðvikudaginn 12. desember kl. 18:00

Í útibúi Tónlistarskólans á Suðureyri:  Föstudaginn 14. desember kl. 18:00

Í útibúi Tónlistarskólans á Flateyri:     Mánudaginn 17. desember kl. 17:00

 

Nafn nemanda______________________________________________________________

leikur á tónleikum_______________daginn_____________________kl. _______________

aðalæfing sama dag kl. _______________________________________________________

 

Hluti af tónlistaruppeldi barna er að þau fái æfingu í því að koma fram en læri líka að njóta þess að hlusta á aðra spila og finna þá ró sem tónlist getur veitt okkur á þeim annasama en yndislega tíma sem aðventan er. Sjáumst kát á jólatónleikum Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Með jólakveðju!

Starfsfólk Tónlistarskóla Ísafjarðar

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur