Forskóli og kórastarf að fara af stað

5. janúar 2010 | Fréttir

Í næstu viku verður farið af stað með forskólakennslu fyrir börn á aldrinum 5-6 ára í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Það er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir sem annast þessa kennslu við skólann en hún hefur verið í námsleyfi undanfarna mánuði. Í tímunum sem verða tvisvar í viku fá börnin þjálfun í hryn, söng og öðrum undirbúningi fyrir hljóðfæranám.
Í næstu viku hefjast einnig æfingar hjá kórum Tónlistarskólans en kórastarfið lá að mestu niðri fyrir jól vegna fjarveru Bjarneyjar Ingibjargar kórstjóra. Barnakór, skipaður börnum úr 2.-5.bekk grunnskóla, æfir á mánudögum og miðvikudögum kl. 15 báða dagana og verður fyrsta æfingin á mánudaginn kemur, 10.janúar. Stúlknakórinn, sem skipaður er nemendum úr  6.-19.bekk grunnskóla,  mun einnig æfa tvisvar í viku, en æfingatíminn er enn ekki fastákveðinn. Kórstjórinn vill hitta nemendur úr Stúlknakórnum kl. 16 á mánudaginn og þá verður ákveðið með fasta æfingatíma kórsins.
Þeir sem hafa áhuga á að skrá nemendur í forskólann eða kórana eru endilega beðnir að hafa samband við skrifstofu skólans, síminn er 456 3925, og er skrifstofan opin kl. 10-15 á virkum dögum.