Þann 1.október fara fram foreldraviðtöl í Tónlistarskólanum. Þá hittast nemendur og kennarar með foreldrum og setja sér markmið fyrir veturinn en það er m.a. einn af nýjum þáttum í innleiðingu nýrrar námskrár Tónlistarskólan sem nú er í smíðum.
Við eins og aðrar starfsstéttir erum með ákvæði um styttingu vinnuvikunar. Það hefur verið áskorun fyrir tónlistarskólana í landinu að útfæra það eins vel og hægt er því í ákvæðinu er skýrt tekið fram að ekki megi skerða kennslu nemenda. Á kennarafundi sl. þriðjudag var samþykkt að safna upp dögum innan ársins. Kennara hafa þá fimm daga á skólárinu sem þeir geta ráðstafað í vinnustyttingu. Til að það sé hægt verður ein vika á vorönn gerð að uppbrotsviku þar sem boðið verður upp á smiðjur af ýmsum toga. Við kynnum það nánar þegar nær dregur.
Samkvæmt skóladagatali er vetrarfrí 18. og 21. október og munu kennarar nýta tvo daga í vinnustyttingu í samhengi við þá daga.
Tölvupóstur var sendur út í dag til allra forráðamanna með frekari upplýsingum hvað þetta varðar. Forráðamenn sem ekki hafa fengið póst eru beðnir um að senda okkur línu á tonis@tonis.is