Í þessari viku eru foreldrar boðaðir til viðtals við kennara barna sinna, enda er skólaárið nú langt á veg komið og einungis um 7-8 kennsluvikur eftir fram að vortónleikum um miðjan maí.
Viðtölin fara fram í spilatíma barnanna þessa sömu daga. Nemendurnir fá umsagnir og rætt verður um námsframvinduna og hvað sé framundan.
Aldrei verður lögð nógsamlega mikil áhersla á mikilvægi þess, að foreldrar fylgist vel með náminu og sýni áhuga og stuðning. Það skiptir hreinlega sköpum í námsframvindunni, framförum nemandans og viðhorfi hans til námsins.
Foreldrar eru vissulega alltaf velkomnir til okkar í skólann, en við viljum eindregið hvetja foreldra til að mæta vel í þá tíma, sem sérstaklega eru til þess ætlaðir.
hafið samband við kennarann ef þið getið ekki komið á þeim tíma sem ykkur er úthlutaður til viðtals.