Tónlistarnemar á Þingeyri héldu velheppnaða tónleika í Félagsheimilinu mánudaginn 18.maí. Þessi fámenni en frábæri hópur flutti rúmlega klukkustundarlanga dagskrá og stóðu sig öll framúrskarandi vel. Dagskráin var afar fjölbreytt, l-g frá ýmsum tímum og löndum, leikið var á blokkflautu, gítar og píanó, en líka sungu margir nemendanna. Í lokin lék svo hljómsveit nemenda skemmtilegt lag. Það er tónlistarkennarinn Tuuli Rähni, sem útsetti og æfði öll lögin, auk þess sem hún skipulagði og undirbjó þessa skemmtilegu tónleika.
Á myndinni sést hún ásamt nemendum sínum í lok tónleikanna.