Fjölbreytt jólatónlist í boði um helgina

10. desember 2010 | Fréttir

Jólatónleikaröð Tónlistarskóla Ísafjarðar heldur áfram nú um helgina og verða tvennir tónleikar í Hömrum á sunnudaginn kl. 14 og kl. 16.  Á báðum tónleikunum er fjölbreytt dagskrá. Á fyrri tónleikunum koma t.d. forskólabörnin fram og „Miðsveitin“ , þ.e. lúðrasveit, sem skipuð er lengra komnum nemendum en á þeim síðari leikur Skólalúðrasveitin, sem skipuð er 18 grunnskólanemum. Þá kemur fram fjöldinn allur af styttra og lengra komnum nemendum  í einleik og samleik.  Nokkrir nemendur skólans koma einnig fram í fjölskyldumessu í Ísafjarðarkirkju á sunnudagsmorgun kl. 11:00.

Nemendur útibús Tónlistarskólans á Suðureyri koma fram á aðventukvöldi í Suðureyrarkirkju kl. 17 á sunnudag. Þar verður fjölbreytt tónlistardagskrá, hljóðfæraleikur og einsöngur auk þess sem Stúlknakór T.Í. kemur fram

 

Meðf. mynd tók Áshidur Þórðardóttir af slagverkshóp er fram kom á tónleikunum á fimmtudagskvöld. 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is