Fjögur verk Jónasar á Myrkum músíkdögum

24. janúar 2012 | Fréttir

Á tónlistarhátiðinni Myrkir músíkdagar sem haldin verður í Reykjavík (að mestu í Hörpu)  dagana 26.-29.janúar verða flutt fjögur verk á þrennum tónleikum eftir ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson. Þrjú verkanna eru splunkuný og frumflutt á hátíðinni: Óbókvintett fyrir Eydísi Franzdóttur óbóleikara ásamt strengjakvartett, píanóverkið „Jökla og Embla" sem pantað var af Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara og „Furioso", verk fyrir tvær fiðlur, sem leikið verður af Duo Landon Einnig er á dagskrá hátíðarinnar kammerverkið „La belle jardiniere" í flutningi tríósins Sírajón. 

Nánar má lesa um dagskrá hátíðarinnar á slóðinni http://www.myrkir.is/

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is