Finney Rakel nýr aðstoðarskólastjóri

12. september 2024 | Fréttir

Nú í ágúst var gengið frá ráðningu Finneyjar Rakel Árnadóttur í stöðu aðstoðarskólastjóra við skólann. Finney Rakel er ekki ókunn starfi Tónlistarskólans en hún starfaði hér sem ritari og sem aðstoðarskólastjóri, fyrst í afleysingum og síðar samhliða ritarastarfinu á árunum 2017-2021. Það er fengur í því að fá einhvern í starfið sem er öllum hnútum kunnug, margt hefur þó breyst á þremur árum líkt og nýtt umsjónarkerfi og slíkt sem stjórnendur eru í óða önn að ná tökum á. Finney Rakel er ættuð frá Suðureyri við Súgandafjörð og hefur búið síðastliðinn 10 ár á Ísafirði sl. 4 ár starfaði hún sem sérfræðingur hjá Byggðasafni Vestfjarða. Hún er virk í söngstarfi bæjarins er í Kvennakór Ísafjarðar og kór Ísafjarðarkirkju. Fyrir tveimur árum hóf hún söngnám hjá Guðrúnu Jónsdóttur og lauk grunnprófi í söng nú í vor.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur