Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur með stórtónleikum í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 8. febrúar. Efniskráin var fjölbreytt með lúðrablæstri, fjór og sexhentum píanóleik ásamt Ísófóníunni. Í lok tónleikana tóku tónleikagestir undir í Sólarpönnukökulagi Gylfa Ólafssonar og þá lét sólin sjá sig. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna en myndirnar tala sínu máli.