Dagsetningar í febrúar

28. janúar 2025 | Fréttir

Kæru foreldrar og forráðamenn

  • Framundan í febrúar eru nokkrar dagsetningar sem gott er að leggja á minnið. Miðvikudaginn 5. febrúar er samráðsdagur (foreldradagur) í Tónlistarskólanum (það er ekki kennsla) líkt og er sama dag í Grunnskóla Ísafjarðar. Það er tilvalið að samræma tímasetningar þegar að því kemur og finna tíma með viðkomandi hljóðfærakennara. Kennarar munu senda hverjum og einum póst þegar nær dregur og geta foreldrar þá fengið tíma á þessum degi.

  • Þann 8. febrúar, laugardag verður hin árlega Ísófónía, hátíð Tónlistarskólans í Ísafjarðarkirkju þar sem haldið er upp á dag Tónlistarskólanna.

  • Dagana 17. – 19. febrúar munu kennarar við Tónlistarskólann taka út vinnustyttingu*. Ekki er kennt á þessum tíma nema kennarar hafa gert aðrar ráðstafarnir. Þeir munu láta sína nemendur vita ef svo verður. Vetrarfrí er daganna 20. og 21. febrúar og 24. febrúar er starfsdagur.

  • Samfellt frí verður þá í Tónlistarskólanum 17. – 24. febrúar með vinnustyttingu, vetrarfríi og starfsdegi. Kennsla hefst þriðjudaginn 25. Febrúar samkvæmt stundatöflu.

*Þemadagar verða í vor vegna vinnustyttingar kennara tilkynnt verður nánar um útfærslu á þeim dögum þegar nær dregur.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is