COVID-19

12. mars 2020 | Fréttir

Foreldrar og forráðamenn nemenda í Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Hér í Tónlistarskólanum er verið að gera viðeigandi ráðstafnir vegna COVID-19. Spritti hefur verið komið fyrir í öllum stofum í skólanum og hljóðfæri sem hægt er að spritta sótthreinsuð á milli nemanda. Hér er allt gert til þess að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar sem er samfélagslegt verkefni okkar allra.

Kveðja
Stjórnendur T.Í.