Breytingar í skólastarfi

20. ágúst 2009 | Fréttir

Í næstu viku verður starfsvika kennara til undirbúnings vetrarstarfinu og haustþing Kennarasambandsins á norðanverðum Vestfjörðum fer fram á Núpi föstudaginn 28.ágúst.

Skólasetning mun fara fram mánud. 31.ágúst og kennsla hefst 1.september.

 
Nokkrar breytingar verða á kennaraliði Tónlistarskóla Ísafjarðar í vetur.
Nýr píanókennari, Dagný Arnalds, tekur við píanókennslunni á Flateyri af Bryndísi Gunnarsdóttur, en undanfarin ár hefur Dagný búið og starfað í Madrid á Spáni.
Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir verður í leyfi til áramóta til að ljúka söngkennaranámi í Danmörku, en kórastarf og forskóli hefjast því ekki fyrr en eftir jól þegar hún kemur aftur til starfa. Sig. Friðrik Lúðvíksson verður allan næsta vetur við gítarnám í tónlistarháskólanum í Plodiv í Búlgaríu, en þar er einnig lögð sérstök áhersla á þjóðlagatónlist. Aðrir gítarkennarar skólans munu taka við hans nemendum, en einnig mun Jón Hallfreð Engilbertsson kenna í hlutastarfi á gítar við skólann í vetur. Þá mun gítarleikarinn Pétur Jónasson halda reglulega námskeið við skólann fyrir lengra komna nemendur.
 

Hjónin Krista og Raivo Sildoja, sem kennt hafa á Þingeyri undanfarin ár, eru nú við nám í Eistlandi en eftir áramót koma þau aftur til starfa á Þingeyri. Reynt verður að bjóða upp á gítarkennslu á Þingeyri til áramóta, en óvíst er hvort unnt verður að senda kennara þangað til að kenna á önnur hljóðfæri, en þeim nemendum býðst að sækja tíma á Ísafirði ef þeir hafa tök á því.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is