Börnin fyrst og fremst

7. apríl 2016 | Fréttir

Fimmtudaginn 31. mars tók Tónlistarskólinn á móti veglegum styrk að upphæð 100.000 króna frá Kiwanisklúbbnum Básum. Kiwanisklúbburinn fagnar á þessu ári 40 ára afmæli og styrkti af því tilefni stofnanir og félagasamtök um samtals eina milljón. Yfirskrift verkefnisins er "Börnin fyrst og fremst" og kemur þessi styrkur sér sannarlega vel fyrir skólann. Við þökkum Kiwanisklúbbnum Básum kærlega fyrir.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is