Bellman-söngvar í nýstárlegum búningi

24. október 2011 | Fréttir

Nk. laugardag 29. október kl. 15:00 verður söngskemmtun í Hömrum þar sem eingöngu verða flutt lög eftir eftir sænska alþýðutónskáldið Carl Michael Bellman.

Flytjendur eru Davíð Ólafsson bassi, Kjartan Óskarsson klarinett og bassaklarinett, Brjánn Ingason klarinett og fagott, Emil Friðfinnsson horn og Snorri Örn Snorrason gítar og kontragítar. Á tónleikunum gefur að heyra mörg af þekktustu lögum Bellmans sem fyrir löngu eru orðin almennings eign, en líka allnokkur sem sjaldnar heyrast. Lögin verða sungin við íslenska texta eftir ýmsa öndvegis þýðendur og í útsetningum eftir Kjartan Óskarsson. Á milli laga mun Davíð Ólafsson segja frá skáldinu og söngvaranum Bellman og litríku lífshlaup hans.

Þetta eru 1. áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar á yfirstandandi starfsári og eru þeir haldnir með stuðnngi FÍT (Félags íslenskra tónlistarmanna)  Áskriftarkort gilda, en einnig eru seldir miðar við innganginn.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur