Barnadjass í Mosó

23. júní 2024 | Fréttir

Nemendur úr Tónlistarskólanum fóru á Barnadjass í Mosó, en þau höfðu tekið þátt í námskeiði í djass-spuna sem var haldið í skólanum í vetur. Það er mikill innblástur að hitta aðra krakka sem eru að gera góða hluti. Karl Gísli, Kári, Silfa og Sædís spiluðu á tónleikum í Hlégarði og í Húsi Máls og menningar og stóðu sig með mikilli prýði! Hér eru nokkrar svipmyndir úr ferðinni.

Barnadjass í Mosó er foreldradrifið fyrirbæri. Guðrún Rútsdóttir tónlistarmamma í Mosó tók sig til, sótti um styrki og fékk Odd André Elveland frá tónlistarskólanum Improbasen í Ósló ásamt Haruna Koyamoto frá Japan til að halda spunanámskeið í Mosó. Við tókum á móti Guðrúnu með sitt fríða föruneyti á Ísafirði í vetur, þar sem haldið var tveggja daga námskeið í Hömrum og í framhaldinu buðu þau nokkrum þátttakendum héðan af handahófi að taka þátt í hátíðinni fyrir sunnan. Það er mikið ævintýri að sleppa nótum og gera „eitthvað“, en þó samkvæmt kúnstarinnar reglum í djass-tónstigum, og „djamma“ saman. Foreldrar krakkanna voru einhuga um að koma ferðalaginu á laggirnar, ekki að sökum að spyrja á Ísafirði! Vonandi verður þetta fræ að fögru blómstri hér.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur