Bandarískur flautuleikari í heimsókn

29. febrúar 2012 | Fréttir

Bandaríski flautuleikarinn Linda Chatterton verður sérstakur gestur Tónlistarskóla Ísafjarðar miðvikudaginn 7.mars. 

Linda stundaði framhaldsnám í flautuleik við háskólann í Minnesota og Eastman School of Music. hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir list sína og mikið lof gagnrýnenda. Hún hefur haldið tónleika víðs vegar í Bandaríkjunum m.a. í Carnegie Hall.  Út hafa komið 5 geisladiskar með leik hennar. Á þessu ári ferðast Linda sem eins konar listarænn sendifulltrúi bandaríska innanríkisráðuneytisins ("U.S.State Department Arts Envoy") um Bretlandseyjar, Ísland, Króatíu, Thailand og víðar og heldur tónleika og master-classa. Linda er einnig það sem kallað er „Yamaha Performing Artist“, en þess heiðurs njóta aðeins afburða listamenn.

Auk fjölbreytts tónleikahalds og kennslu hefur Linda Chatterton haldið fjölda námskeiða um stjórnun á sviðskvíða sem margir listamenn þjást af.  Linda mun einmitt halda slíkt námskeið fyrir kennara Tónlistarskóla Ísafjarðar miðvikudagsmorguninn 7.mars og kallar hún námskeiðið „IT SOUNDED BETTER AT HOME!“ , en þá tilfinningu kannast margir tónlistarmenn við!

Síðdegis ætlar hún að halda master-class fyrir nemendur á blásturhljóðfæri og loks mun hún halda stutta einleikstónleika.