Í samvinnu við Bókasafnið á Ísafirði fáum við bækur hingað í Tónlistarskólann fyrir nemendur til að stytta sér stundir meðan beðið er eftir spilatíma eða tónfæðitíma. Við erum ákaflega þakklát Bókasafninu fyrir að taka vel í þessa hugmynd okkar og vonum að nemendur njóti þess að fletta bókunum en biðjum alla í leiðinni að ganga vel um bækurnar.