FRESTAÐ VEGNA VEIKINDA. Sif Margrét og Edda – tónleikar í Hömrum 22. sept. kl 20

FRESTAÐ VEGNA VEIKINDA. Sif Margrét Tulinius og Edda Erlendsdóttir - tónleikar í Hömrum kl. 20 Frönsk rómantík og impressionismi - stefnumót franskra kventónskálda við Ravel og Debussy Þessi efnisskrá með franskri tónlist frá árinu 1867 til 1927 varpar ljósi á mjög mikilvægt umbreytingartímabil í sögu vestrænnar tónlistar sem átti ekki síst rætur sínar að rekja […]

Opið hús 14. október

Hið árlega opna hús Tónlistarskólans verður 14. október frá kl 14-16. Kvennakór Ísafjarðar sér um veitingar. Meira hér: https://tonis.is/75-ara-afmaelid/opid-hus-i-tonlistarskolanum-14-oktober/

Halldór Smárason – hádegistónleikar

Halldór Smárason er næstur í hádegistónleikaröð á 75 ára afmælisári Tónlistarskólans. Tónleikarnir verða föstudaginn 27. okt. kl. 12 í Hömrum og standa í 25 mínútur. Það er því upplagt að nota hádegishlé til að afla sér andlegrar næringar og skemmtunar í önn dagsins. Aðgangur ókeypis

Fjöldasöngur í Hömrum 31. okt. kl. 17:30

Fjöldasöngur í Hömrum 31. okt. kl. 17:30. Sungin verða lög sem Sigríði Ragnarsdóttur þótti sérlega vænt um og voru gjarnan sungin þegar hún settist við píanóið með fjöldasöng. Aðgangur ókeypis - verið velkomin.

Mugison – tónleikar 9. nóv. kl.20

Mugison - tónleikar í Hömrum á fimmtudaginn Okkar eini sanni Mugison, Örn Elías Guðmundsson, verður með tónleika á vegum Tónlistarfélags Ísafjarðar í Hömrum fimmtudaginn 9. nóvember kl 20 Þar leikur hann lög af nýju plötunni É Dúdda Mía í bland við eldri slagara. Miðasala HÉR og við innganginn. Viðburðurinn á fb. Stuð og stemming  

Heimilistónar 2023

Heimilistónar. Í tilefni 75 ára afmæli Tónlistarskólans verða tónleikar á nokkrum stöðum í bænum. Nánar á tonis.is þegar nær dregur.