Ef allt væri skemmtilegt – tónleikar í Hömrum 18. apríl kl. 18
Fluttur verður afrakstur af námskeiði sem Svava Rún Steingrímsdóttir hefur stýrt. Svava Rún er að ljúka námi í Skapandi tónlistarmiðlun í Listaháskóla Íslands og verður þetta lokaverkefni hennar. Á námskeiðinu semja nemendur saman eitt tónverk. Gengið er út frá hugmyndinni „Ef allt væri skemmtilegt“.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Tónleikarnir eru hluti af barnamenningarhátíðinni Púkanum, sem stendur yfir þessa dagana.
Við Djúpið
Svava Rún verður með svipað námskeið á tónlistarhátíðinni Við Djúpið sem fer fram 17. – 22. núní nk. Námskeiðið er opið öllum. MEIRA HÉR.
.