Velunnarakaffi
Velunnarar Tónlistarskólans leynast víða. Hún Barbara Szafran er flink og vandvirk hannyrðakona hér í bæ og hún hefur í vetur setið við og heklað íðilfagra dúka til að prýða húsnæði skólans. Eiginmaður Barböru, Jerzy Szafran er sannkallaður völundur. Hann hefur rétt okkur hjálparhönd og lagfært ýmislegt í skólanum.
Barbara og Jerzy komu í sunnudagskaffi í skólann og með þeim Agnieszka dóttir þeirra, Valur tengdasonur og Viktoria dóttir þeirra.
Við kunnum þeim heiðurshjónum Barböru og Jersy bestu þakkir fyrir.