Velunnarakaffi

22. maí 2023 | Fréttir

Kaffi fyrir velunnara Tónlistarskólans: Barbara, Albert, Bergþór, Valur, Agnieszka, Viktoria og Jerzy Szafran. Fremst á myndinni eru þrír dúkar sem Barbara heklaði og gaf skólanum.

Velunnarakaffi

Velunnarar Tónlistarskólans leynast víða. Hún Barbara Szafran er flink og vandvirk hannyrðakona hér í bæ og hún hefur í vetur setið við og heklað íðilfagra dúka til að prýða húsnæði skólans. Eiginmaður Barböru, Jerzy Szafran  er sannkallaður völundur. Hann hefur rétt okkur hjálparhönd og lagfært ýmislegt í skólanum.
Barbara og Jerzy komu í sunnudagskaffi í skólann og með þeim Agnieszka dóttir þeirra, Valur tengdasonur og Viktoria dóttir þeirra.
Við kunnum þeim heiðurshjónum Barböru og Jersy bestu þakkir fyrir.

Þrír af dúkunum sem Barbara heklaði og gaf Tónlistarskólanum

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur