Dagur tónlistarskólanna – tónlistarveisla í Ísafjarðarkirkju á laugardaginn kl. 14

22. febrúar 2023 | Fréttir

Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur með tónlistarveislu í Ísafjarðarkirkju á laugardaginn kl. 14. Aðgangur ókeypis.

Dagskrá:

Fjöldasöngur (sjá neðst)

Skólalúðrasveit Tónlistarskólans:

George O´Dow: Karma ChameleonMax Martin: Oops!… I Did It AgainBilly Joel: We Didn´t Start The Fire

Fjórhent píanó, Judy Tobin, Oliver Rähni:

Edvard Grieg: Dans Anitru úr „Pétri Gaut“, svítu nr. 1.

Lúðrasveit Tónlistarskólans:

Christine McVie: Don´t StopDon Henley: Hotel CaliforniaMike Hawker: I Only Wanna Be With You

Kórar Tónlistarskólans: 

Enskt þjóðlag: Morgunn í nánd

Höf. ókunnur: Svefnpurkublús

Ísófónía:

Syrpa, Í Hlíðarendakoti  (Friðrik Bjarnason) – Óðurinn til gleðinnar (L.v. Beethoven) – Á Sprengisandi (Sigvaldi Kaldalóns).

Steven Greenberg: Funky Town

Verið velkomin!

 

Fjöldasöngur: Kvæðið um fuglana

Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.

Úr furutré, sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka’ úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.

Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.

Ég heyri’ í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.

Davíð Stefánsson / Atli Heimir Sveinsson

Viltu styrkja ?
Margt smátt gerir eitt stórt eins og kunnugt er. Við yrðum mjög þakklát fyrir frjáls framlög í hljóðfærasjóð tónlistarskólans. Reikningur hljóðfærasjóðs er 556 14 603023 og kennitala 650269 1289.
Takk fyrir og góða skemmtun

Stillt upp fyrir æfingu í Hömrum

Stillt upp fyrir æfingu í Hömrum

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur