Í heimsókn Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á Vestfirði, valdi hún meðal annars að líta inn til okkar í Tónlistarskólann. Lilja fékk leiðsögn um skólann, skoðaði húsmæðraskólasýninguna og hlýddi á kennslu. Einnig tók hún lagið ásamt sínu fríða föruneyti frá ráðuneytinu og Vestfjarðastofu og ræddi við kennara yfir kaffi og meððí.
Lilja er kraftmikil, en jafnframt yfirveguð, ákaflega hvetjandi og bjartsýn fyrir okkar hönd og Vestfjarða almennt.
Við þökkum hjartanlega fyrir þessa glaðlegu heimsókn.
.