Tónlist á Eyri og Hlíf

9. nóvember 2022 | Fréttir

Um árabil hefur verið fari á Hlíf og Eyri með tónlistaratriði frá Tónlistarskólunum í bænum. Þetta lagðist að nokkru leyti niður í covid, því miður. Nú hefur heldur betur birt til í mannheimum og um daginn var staðið fyrir söngstund, einkar ánægjulegt og hressilega tekið undir.
Söngkonur voru Sigurbjörg Danía Árnadóttir, Silja Marín Jónsdóttir og Sölvey Marie Tómasdóttir, auk kennara þeirra, Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur og Sigrúnar Pálmadóttur og skólastjórans Bergþórs Pálssonar.
Stelpurnar sögðu fyrst hverjir foreldrar þeirra væru og virtust ekki margir kveikja á því, en þegar þær sögðu hver amma þeirra og afi voru, þá lifnaði nú heldur betur salurinn við og vakti þetta allmikla kátínu.
Þessar stundir eru styrktar að nokkru leyti af Rótarý hreyfingunni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir, en þurfum að fjölga heimsóknum á þessi heimili, því að þær eru mjög mikilvægar. Og af nógu efni er að taka í skólanum.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur