Opið hús í Tónlistarskólanum – myndir

23. október 2022 | Fréttir

Það ríkti glaðværð á Opnu húsi í Tónlistarskólanum 1. vetrardag. Nemendur, forráðamenn, gestir og gangandi komu fylktu liði í blíðviðrinu. Að venju var hægt að fylgjast með kennslu í stofum.

Boðið var upp á brauðtertur Gunnu Siggu í Hömrum, en GSM er nýkrýndur Íslandsmeistari í brauðtertugerð.

Sex nemendur sögðu frá eftirlætistónlistarmanni og leikið var tóndæmi með honum/henni. Eins og Bergþór sagði í inngangi, verða vatnaskil í tónlistarnámi þegar nemendur fara á kaf að kynna sér sjálfir ýmislegt sem viðkemur tónlist og sökkva sér ofan í youtube og Spotify, því að þá mynda þau sér skoðanir um mismunandi tónlistarflutning og hvað þau langar sjálf til að taka sér fyrir hendur.

Þá tilkynnti Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, um bæjarlistamann 2022, en það er hinn ástsæli Guðmundur Hjaltason, gítarleikari. Það var einstaklega ánægjulegt og vel til fundið.

Dagskránni lauk svo með fjöldasöng undir glæsilegri stjórn Bjarneyjar Ingibjargar og Sigrúnar. Gestir gátu náð sér í QR kóða í símann til að fá textana af heimasíðunni og ekkert var því í veginum fyrir því að þeir gætu tekið hressilega undir og það stóð heima, það glumdi í sölum.

Judy leiðbeinir ungum nemanda.

Í tíma hjá Oliver.

Ágústa kennir á píanó.

Sara Hrund ræðir við foreldra og nemendur um mikilvægi góðs og kærleiksríks stuðnings við tónlistarnám barnanna.

Guðjón Máni trommuleikari og nemandi Jóns Mar á Suðureyri með Albert og Gunnu Siggu sem útbjó brauðtertur fyrir gesti og kleinurnar komu frá Kvennakór Ísafjarðar à la Dagný Þrastar.

Gestir koma sér fyrir í Hömrum

Gunna Sigga (GSM) með Gulla Jónasar, sem lætur sig ekki vantar og gerir hverja samkomu fallegri.

Guðmundur Hjaltason bæjarlistamaður 2022 og Arna Lára bæjarstjóri.

Sigurbjörg Danía, Matthías Kristján, Jökull Örn, Rebekka, Guðrún Hrafnhildur og Árdís Níní sögðu frá uppáhalds tónlistarfólkinu sínu og gestir heyrðu tóndæmi.

Matthías Kristján sagði frá Bach.

Rebekka segir frá Merry Go round of Life úr Howl’s moving castle.

Iwona leiðbeinir ungri stúlku.

Fylgst með kóræfingu í Saumastofu.

Það er litadýrð hjá Andra Pétri.

Þóranna í tíma hjá Janusz og Signý Þorlaug trommuleikari fær að fylgjast með.

Söngstund hjá Bjarneyju Ingibjörgu. Wiktoría Sigríður, Hulda Margrét, Ásdís Erla, Guðrún Eva og Kristjana Malen.

Í tíma hjá Rúnu.

 

Takk fyrir komuna á opið hús í Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur