Hátíðartónleikar í Hömrum á sunnudag – ókeypis aðgangur

28. apríl 2022 | Fréttir, Hamrar

Ísfirsku bræðurnir Maksymilian Haraldur, Mikolaj Ólafur og Nikodem Júlíus Frach eru komnir eins og aðrir vorboðar. Margir munu hafa hug á að hlusta á þessa eftirlætisnemendur í Tónlistarskólanum um árabil, en þeir stunda nú nám í Póllandi. Þeir halda hátíðartónleika í Hömrum n.k. sunnudag 1. maí kl. 16.

Sérstakur gestur á tónleikum verður Piotr Tarcholik, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar pólska ríkisútvarpsins.

Aðgangur er ókeypis en það verða frjáls framlög í hljóðfærasjóð tónlistarmanna.

Allir eru hjartanlega velkomnir!

Ísfirsku bræðurnir Makymilian Haraldur, Mikolaj Ólafur og Nikodem Júlíus Frach halda hátíðartónleika
í Hömrum n.k. sunnudag 1. maí kl. 16. Sérstakur gestur á tónleikum verður Piotr Tarcholik, konsertmeistari NOSPR.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur