Nótan 2022 í Stykkishólmi

20. mars 2022 | Fréttir

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, fór fram í Stykkishólmskirkju 19. mars. Þátttakendur komu hvaðanæva af vesturhluta landsins, allt frá Akranesi til Ísafjarðar. Á hátíðinni var einstaklega gott andrúmsloft  enda langþráð að hittast eftir tveggja ára hlé. Hátíðin var felld niður í hittifyrra og í fyrra gerðu skólarnir myndbönd um starfsemi sína, sem voru að vísu fróðleg og skemmtileg, en ekkert kemur í staðinn fyrir að hittast, heyra og sjá hvað hinir skólarnir eru að gera.

Tónleikarnir voru glæsilegir og engum duldist mikilvægi starfseminnar í uppeldi. Gríðarleg einbeiting flytjenda, hugarleikfimi og sköpun er gulls ígildi í þroskaferlinu. Það er skemmst frá því að segja að við vorum að rifna úr stolti yfir nemendum okkar, Orra Daníel, Matildu, Rebekku, Iðunni og Kolbeini. Framganga þeirra og flutningur var þeim sjálfum, foreldrunum, skólanum og ekki síst kennurunum, Beötu Joó og Madis Mäekalle til mikils sóma. Til hamingju, kæru vinir.

👉 👉  Hér má sjá tónleikana í heild sinni. 👈 👈

Þátttakendur frá Ísafirði, frá vinstri á efstu mynd: Bergþór skólastjóri, Madis Mäekalle, Iðunn Óliversdóttir, Matilda Mäekalle, Kolbeinn Hjörleifsson, Orri Daníel Llorens Katrínarson, Rebekka Skarphéðinsdóttir og Albert aðstoðarskólastjóri. Beata Joó píanókennari átti ekki heimangengt.

 

Þátttakendur fengu viðurkenningarskjöl í lokin

Trompet tríóið okkar sýndi listir sínar

Undirbúningsnefnd Nótunnar. Kristjón frá Stykkishólmi, Jónína Erna frá Akranesi og Albert frá Ísafirði.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur